Mannlíf

Vel lukkuð Fljótahátíð í bongóblíðu

Fljótahátíð var haldin í ár í annað sinn en hún var fyrst haldin fyrir tveimur árum með viku fyrirvara eftir að flestar útihátíðum landsmanna höfðu verið blásnar af vegna Covid-19 – já, það er ekki lengra síðan! Þá tók Stefanía Gunnarsdóttir sig til, eða Steffý eins og hún er vanalega kölluð, og hóaði í sitt helsta stemningsfólk og blés til lítillar útihátíðar á sínum æskuslóðum.
Meira

30 svipmyndir frá setningarkvöldi ULM 2023

Unglingalandsmót UMFÍ 2023 var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróksvelli í gærkvöld. Þátttakendur gengu fylktu liði til leiks og í kjölfarið fylgdi fimleikasýning og loks ball með Danssveit Dósa.
Meira

„Stundum er heimurinn mjög lítill!“

Þar sem verðbólgudraugurinn plagar nú landsmenn og Seðlabankastjóri varar óbeint við langferðalögum þá tekur Feykir hann á orðinu og sendir að þessu sinni lesendur sína í stutt ferðalag til hins gamla höfuðbóls okkar Íslendinga, Kaupmannahafnar í Danaveldi. Þar er það Laufey Kristín Skúladóttir sem tekur lesendum fagnandi og verður fyrir svörum en hún og Indriði Þór Einarsson, eiginmaður hennar, fluttu út ásamt þremur dætrum sínum, Magneu Ósk, Ólöfu Erlu og Anítu Rún, um mitt ár 2020 eftir að hafa búið á Króknum sjö árin þar á undan.
Meira

Hugsjón, sérviska og þrái : Reiðskóli Ingimars Pálssonar 40 ára

Það eiga ófáir góðar minningar af reiðnámskeiði hjá Ingimari Pálssyni á Sauðárkróki enda allmörg ár síðan reiðskólinn hóf göngu sína eða heil fjörtíu. Ingimar lætur ekki deigan síga þó árin hellist yfir hann líkt og skólann en fyrr í sumar fagnaði hann 77 ára afmæli sínu. Feykir tók hús á hestamanninum síunga einn góðan veðurdag fyrr í sumar, rétt áður en farið var í reiðtúr með hóp áhugasamra hestakrakka á reiðnámskeiði.
Meira

Áslaug Arna heimsótti Háskólann á Hólum

Á vef Stjórnarráðsins segir frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi heimsótt Háskólann á Hólum í síðustu viku ásamt ráðuneytisstjóra og kynnt sér starfsemina. Fram kemur að mikil og ánægjuleg aukning á fjölda nemenda hafi orðið við háskólann, þá sérstaklega við fiskeldis- og fiskalíffræðideild, sem kallar á frekari uppbyggingu á aðstöðu fyrir það nám.
Meira

Danssveit Dósa sótti heimsfrægðina á Rauðasand

Feykir frétti af því fyrir eintóma tilviljun í kaffitíma sínum að hin stuðvæna Danssveit Dósa, sem er skagfirsk hljómsveit eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt, fékk nokkuð óvenjulegt verkefni upp í hendurnar á dögunum. Eða kannski öllu heldur, staðsetning giggsins var óvenjuleg. Hljómsveitarstjórinn, Sæþór Már Hinriksson, gítarleikari og afleysingablaðamaður Feykis, fékk nefnilega upphringingu frá Ástþóri Skúlasyni bónda á Melanesi á Rauðasandi á Barðaströnd. Hann vantaði hljómsveit til að spila í 50 ára afmælisveislu sinni sem hann vitaskuld vildi halda heima hjá sér. Veislan var um síðustu helgi og það var því ekki annað í stöðunni fyrir Feyki en að forvitnast um ferðalagið hjá starfsmanni sínum.
Meira

Ágæt þátttaka í Druslugöngunni á Króknum

Druslugangan 2023 fór fram á tveimur stöðum á landinu í dag, í Reykjavík og á Sauðárkróki. Gangan fór af stað um hálf tvö og var gengið frá Árskóla og að Sauðárkróksbakaríi þar sem fóru fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði. Göngufólk fékk afbragðsveður, það var bæði hlýtt og logn þó sólin væri sparsöm á geislana, og heyrðust því baráttuhróp þeirra sem þátt tóku í göngunni vel.
Meira

Fjölbreytt og skemmtileg tónlistarveisla í Bifröst

Það var hörkustemning í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 30. júní þegar skagfirskt tónlistarfólk af öllum gerðum mætti til leiks á tónleikana sem bera nafnið Græni salurinn. Flytjendur spönnuðu nánast gjörvallt aldursrófið; frá ungum og sprækum yfir í hokna af reynslu.
Meira

Góð mæting í sundlaugina á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að tæplega 24.500 gestir hafi heimsótt sundlaugina á Blönduósi það sem af er ári er það eru 2.300 fleiri gestir en höfðu heimsótt laugina á sama tíma í fyrra. Aukningin er því um 10% milli ára. Sundlaugargestum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og sem dæmi má nefna þá höfðu um 15 þúsund heimsótt laugina um mitt sumar 2017 og hefur sundlaugargestum því fjölgað um 44% frá árinu 2017.
Meira

Sumarmessa í Stíflu í Fljótum á sunnudaginn

„Ég hvet fólk til að mæta í messuna sem byrjar kl. 14 á sunnudaginn og eiga saman góða stund,“ segir séra Halla Rut Stefánsdóttir þegar Feykir forvitnast um messuhald í Knappstaðakirkju í Stíflu í Fljótum. Messað er í Knappstaðakirkju einu sinni á ári og gerir Veðurstofan ráð fyrir sólríkum og fallegum sumardegi á Norðurlandi nú á sunnudaginn. Heimsókn í Fljótin hljómar því sem bráðsnjöll hugmynd.
Meira