Fjölskyldufjör í Varmahlíð

Feykir sagði frá því, ekki margt fyrir löngu, að nemendur á miðstigi í Varmahlíðarskóla hefðu kynnt hugmyndir sínar um hvernig skólalóð þau vildu hafa fyrir foreldrum sínum, skólaliðum og sveitarstjóranum Sigfúsi Inga. Í kjölfar kynningar hafði formaður sveitarstjórnar Einar Eðvald Einarsson samband og lagði til að nemendur veldu minni leiktæki sem hægt væri að færa á milli ef að breyta ætti skólalóðinni seinna. Nem- endur gerðu könnun um hvaða leiktæki þau vildu helst fá.

Nú á dögunum fengu svo nemendur miðstigs í Varma- hlíðsarskóla tvo starfsmenn FISK í heimsókn, þau Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóra og Stefaníu Ingu Sigurðardóttur öryggis- og gæðastjóra, vegna þemaverkefnisins Skólalóðin okkar.

Ástæðan er að nemendur sendu ýmsum félagasamtökum og þar á meðal Fisk, bréf þar sem en þeir nefndu að þeim fyndist skólalóðin frekar fátækleg þegar kæmi að leiktækjum. Friðbjörn og Stefanía sýndu þessu verkefni mikinn áhuga og er skemmst frá því að segja að þau óskuðu eftir fundi með nemendum sem fram fór 4. apríl síðastliðinn og færðu þeim 2,5 milljón að gjöf upp í leiktæki. Í síðustu viku ákvað Sveitarfélagið Skagafjörður að leggja 2,5 milljón í verkefnið og eru þau því komin með fimm milljónir upp í kaup á nýjum leiktækjum.

Nú á svo að halda áfram því Ungmenna- og íþróttafélagið Smári, Foreldrafélag Varmahlíðarskóla og Kvenfélög Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Akrahrepps og Staðarhrepps hafa tekið höndum saman og hafið söfnun fyrir leik- og íþróttatækjum í Varmahlíð. Með söfnuninni er verið að svara kalli nemenda miðstigs Varmahlíðarskóla við erindinu þar sem þau bentu á þörfina fyrir bættri aðstöðu til útiveru og hreyfingar.

Föstudaginn 12. apríl 2024 verður haldið fjölskyldufjör í íþróttahúsinu þar sem foreldrar og börn geta reynt sig í íþróttasprikli undir stjórn þjálfara Smára. Eftir spriklið er upplagt að kíkja í Varmahlíðarskóla þar sem boðið verður upp á pizzur og tilheyrandi. Ágóðinn af sölunni mun renna í leik- og íþróttatækjasjóð en einnig má leggja inn á söfnunarreikning í nafni Smára 0133-15-3129, kt. 710895-2369. Íþróttahúsið verður opnað kappsömum íþróttaiðkendum um 13:30 og fyrstu pizzurnar verða tilbúnar um 16:00. Nemendur eru að vonum mjög þakklátir öllum þeim sem hafa sýnt verkefninu áhuga og kennarar eru afar stoltir af árangri nemenda sinna.

Dagskráin er eftirfrandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir