Sóldísir í Höfðaborg og Gránu

MYND. BRÍET GUÐMUNDSDÓTTIR
MYND. BRÍET GUÐMUNDSDÓTTIR

Kvennakórinn Sóldís heldur tvenna tónleika í Skagafirði í apríl. Þetta söngárið hefur kórinn verið að syngja lög eftir Magnús Eiríksson við frábærar undirtektir. Nú þegar hafa þær haldið tónleika í Miðgarði, Blönduóskirkju og Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og aðsókn verið frábær.

Þann 16. apríl næstkomandi mun kórinn syngja í Höfðaborg á Hofsósi og hefjast tónleikarnir kl. 20. Stjórnandi kórsins sem jafnframt syngur einsöng með kórnum, er Helga Rós Indriðadóttir. Undirleikari og hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson en með honum eru þeir Sigurður Björnsson á trommum, Guðmundur Rangarsson á gítar og Steinn Leó Sveinsson á bassa. Aðrir einsöngvarar eru þær Kristvina og Gunnhildur Gísladætur og Elín Jónsdóttir.

Miðvikudaginn 24. apríl verða svo lokatónleikar kórsins á þessu söngári í Gránu á Sauðárkróki og hefjast kl. 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir