Kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í júní

Oddvitarnir Guðmundur Haukur og Erla kát í sumarbyrjun. MYND AF FB HÚNABYGGÐAR
Oddvitarnir Guðmundur Haukur og Erla kát í sumarbyrjun. MYND AF FB HÚNABYGGÐAR

„Við erum bjartsýn en nú er þetta í höndum íbúa,“ er haft eftir oddvitum Húnabyggðar og Skagabyggðar á Facebook-síðu Húnabyggðar í kvöld en sveitarfélögin hafa samþykkt samhljóða að setja sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu í júní.

„Sameiningarnefndin hefur unnið frábært starf og það er búin að vera mikill og góður samhugur allan tímann. Spennandi tímar framundan og framtíðin er björt eins og við vitum,“ segir í færslunni.

Nú á sunnudag er boðuð til fundar í Skagabúð fyrir íbúa Skagabyggðar þar sem sameiningarmál annað það sem liggur á íbúum að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir