Sterk hreyfing – sterkt samfélag

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Húnabyggð 1. maí undir yfirskriftinni Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst dagskráin klukkan 15. Ræðumaður dagsins er Sigurey A. Ólafsdóttir, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu.

Í tilefni dagsins verður boðið upp á frábær tónlistaratriði og sömuleiðis afþreyingu fyrir börnin. Þá mun Kvenfélag Svínavatnshrepps sjá til þess að gestir geti gæt sér á gómsætum veitingum.

Félagssvæði Samstöðu nær yfir báðar Húnavatnssýslur og Bæjarhrepp í Strandasýslu. Félagið er aðili að eftirtöldum landssamböndum, sem eru aðilar að Alþýðusambandi Íslands; Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Sjómannasambandi Íslands, Samiðn – sambandi iðnfélaga, Starfsgreinasambandi Íslands og þá er félagið aðili að Alþýðusambandi Norðurlands.

Ekki hefur Feykir upplýsingar um að boðið sé upp á dagskrá vegna 1. maí í Skagafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir