Styttist í að FoodSmart Nordic haldi á fjárfestihátíð Norðanáttar

 

Nú fer að styttast í fjárfestahátíð Norðanáttar sem haldin verður á Siglufirði þann 20. mars nk. Þar munu stíga á stokk átt fyrirtæki en eitt af þeim er fyrirtækið FoodSmart Nordic sem framleiðir hágæða vatnsrofið prótein úr sjávarfangi, m.a. kollagen og sæbjúgnaduft. Hráefnin sem þau nota koma úr nærumhverfinu sem styður við gæði, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið og er það staðsett á Blönduósi og verður gaman að sjá hvernig þeim á eftir að ganga. 

Á fjárfestahátíðinni kynna fyrirtækin átta verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta. Er þetta er einmitt vettvangur fyrir frumkvöðla sem leita eftir fjármagni og eru tilbúnir að fá fjárfesta að borðinu.
 
Fjárfestahátíð Norðanáttar er lokaður viðburður (e. invite only), en tilgangur hátíðarinnar er að auka fjárfestingatækifæri á landsbyggðinni og tengja frumkvöðla við fjárfesta og aðra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi.
 
Eftirfarandi fyrirtæki koma fram;
 
Aurora Abalone - The future solution for on-land sustainable shellfish production (Suðurnes)
Circula
- Recoma gefur sorpi nýtt líf (Suðurland)
FoodSmart Nordic- FoodSmart Nordic framleiðir hágæða vatnsrofið prótein úr sjávarfangi, m.a. kollagen og sæbjúgnaduft. Fersk hráefnin koma úr nærumhverfi sem styður við gæði, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið. (N-vestra)
Olavsdottir av Gørðum - Gestaverkefni frá Færeyjum
Humble - Minnkaðu matarsóun með humble! (Höfuðborgarsvæði og Sandgerði)
Circular Library Network - We provide infrastructure for municipalities and communities to manage and share items. (Höfuðborgarsvæði)
Nanna Lín - Nanna Lín varan er leður úr laxaroði í metravís, roðið er brotið niður og endurmótað í breiður áður en það er sútað yfir í leður. (N-eystra)
Surova - Making tech to grow veggies that are good for you and for the planet. (Höfuðborgarsvæði)
Skógarafurðir - Stækkun vinnslustöðvar fyrir umhverfisvænar íslenskar viðarafurðir (Austurland)
 
Dagskrá hátíðarinnar samanstendur alla jafna af ráðstefnuhluta, fjárfestakynningum, stefnumóti frumkvöðla og fjárfesta og tengslamyndun í lok dags.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir