Fyrirspurn um grjótkast á Alþingi

Sigurjón Þórðarson. MYND FACEBOOK
Sigurjón Þórðarson. MYND FACEBOOK

Nú í apríl hlotnaðist mér óvænt sá heiður að sitja nokkra daga á Alþingi fyrir Flokk fólksins.

Ég notaði tækifærði og skráði inn fyrirspurn til fyrrverandi innviðaráðherra, Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins, um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi. Vegna stólaskipta í ríkisstjórninni kemur það í hlut Svandísar Svavarsdóttur glænýs innviðaráðherra að svara fyrirspurninni.

Það virðist vera hálfgert sinnuleysi gagnvart ástandi vegarins og tjóni vegfarenda, en mér er til efs að sama skeytingaleysið væri uppi ef vegakaflinn væri í nágrenni Flúða eða í Garðabænum.

Sigurjón Þórðarson
varaþingmaður Flokks fólksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir