Húrra fyrir starfsfólki HSN á Blönduósi!

Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi. Mynd: KSE
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi. Mynd: KSE

Húrra fyrir starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, fyrir frábært framtak í tilefni 60 ára afmælis sjúkrahússins. Fjölmennt var á fjáröflunarbingói sunnudaginn 2. október. Glæsilegir vinningar og ljúffengt vöfflukaffi á eftir. Markmiðið var að safna fyrir nýju sjúkrarúmi og það tókst. Gömlu rúmin eru varla boðleg lengur enda var eitt þeirra boðið upp á staðnum.

Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu, lét vita af því að ónefndur aðili hefði gefið eitt rúm og svo var það ákveðið á síðasta stjórnarfundi Hollvinasamtaka HSB að gefa rúm.

Húnvetningar, tökum nú höndum saman og stöndum vörð um þessa stofnun okkar. Ekki veit ég hvar við værum stödd án hennar.

Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir

Formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir