„Að sjálfsögðu! Ég er Skagfirðingur“

Valborg Jónína Hjálmarsdóttir og Guðmar Freyr Magnússon ásamt heimilishundinum. Ljósm./BÞ
Valborg Jónína Hjálmarsdóttir og Guðmar Freyr Magnússon ásamt heimilishundinum. Ljósm./BÞ

Guðmar Freyr Magnússon 15 ára leikmaður Tindastóls slasaðist í fótboltaleik við KA á Akureyri um sl. helgi. Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang til að flytja Guðmar á sjúkrahús sem hafði fengið slæmt högg á nefið. Tilsvör Guðmars vöktu athygli á samfélags- og netmiðlum þegar Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni. „Þegar búið var að binda um sárið var hann spurður hvort hann treysti sér að standa upp og leggjast í börurnar. Þá lá ekki á svarinu: „Að sjálfsögðu! Ég er Skagfirðingur“. Feykir leit í heimsókn til Guðmars sl. mánudag.  

Aðspurður um hvort þetta hafi ekki verið vont segist hann hafa vankast svolítið við höggið og dofnað upp í kjölfarið. „Eftir smá stund fannst mér eins og ég væri með hendurnar undir vatnskrana, það blæddi svo mikið. Læknirinn talaði um að nefið á mér væri eins og hvolfþak á kirkju og að þakið væri alveg dottið niður hægra megin,“ lýsir hann.

Móðir hans, Valborg Jónína Hjálmarsdóttir, segist þakklát fyrir að hafa verið á staðnum og vill hvetja foreldra til að vera dugleg að fylgja börnum sínum á fótboltaleiki. „Hann sagði alltaf í sjúkrabílnum að hann væri ekki nefbrotinn, hann ætlaði sér að fara aftur að spila. Svo var hann svo svekktur greyið af því að þá átti hann að taka þátt í íþróttadeginum í Árskóla en nemendur í 10. bekk keppa alltaf við kennarana í körfubolta. Hann spurði alltaf um það á sjúkrahúsinu: „Get ég spilað á þriðjudaginn?““ 

Viðtal við Guðmar Frey má lesa í Feyki vikunnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir