Allt frá sumarkaffi í Árskóla til súpermanna á hestbaki í Sæluvikunni

Leikhópurinn Lotta mætti með gleði og sól í Árskóla. MYNDIR: ÝMSIR
Leikhópurinn Lotta mætti með gleði og sól í Árskóla. MYNDIR: ÝMSIR

Sæluvikunni lýkur í dag þó svo enn eigi eftir að frumsýna Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks af ástæðum sem ættu nú að vera flestum kunnar. Einn stærsti viðburður Sælunnar var í gærkvöldi en þá fór Tekið til kostanna fram í Svaðastaðahöllinni þar sem frábær hross og knapar létu ljós sín skína.

Sem fyrr segir lýkur Sæluviku í dag en í Melsgili stendur Kvenfélag Staðarhrepps fyrir flóamarkaði, kökubasar og kaffisölu frá kl. 14-17. Króksbíó sýnir teiknimyndina Kung Fu Panda 4 kl. 15 en sýningunni á Litlu hryllingsbúðinni sem vera átti í kvöld er frestað og sömuleiðis sýningunni nk. miðvikudag. Síðan reiknar leikfélagið með að opna búðina upp á gátt.

Feykir tók sér það bessaleyfi að safna saman í myndasyrpu frá nokkrum viðburðum Sæluvikunnar í einn pott. Hér má sjá myndir frá sýningunni Æskan & hesturinn, frá Umhverfisdegi Fisk Seafood, gamla bæjar rölti Rótarýklúbbsins, sumarkaffi í Árskóla, Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks, heimsókn brúðuleikhúss í Árskóla, Heima í kvöld, dansiballi Pylsaþits í Miðgarði og morgunkaffi Skagfirðinga fyrir sunnan. Myndirnar eru margar hverjar fengnar að láni á Skín við sólu og víðar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir