Alvarleg vanræksla á nautgripum kærð til lögreglu

Í tilkynningu á vef Mat­væla­stofn­unar er greint frá því að MAST hafi kært til lög­reglu alvar­lega van­rækslu eft­ir að 29 naut­grip­ir fund­ust dauðir í gripa­húsi við eft­ir­lit á lög­býli á Norður­landi vestra. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripi sem voru hýstir í húsinu.

Þá segir að aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, voru hýstir yfir nóttina en síðan hafi þeir verið færðir til slátrunar daginn eftir. Fram kemur að hræjum og skrokkum hafi þegar verið fargað á viðurkenndum urðunarstað.

„Matvælastofnun hefur svipt umráðamanninn heimild til dýrahalds tímabundið, eða þar til dómur fellur í málinu. Í kæru til lögreglu gerir stofnunin þá kröfu að umráðamaður verði með dómi sviptur heimild til að hafa búfé í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti,“ segir ennfremur í tilkynningunni en málið mun nú vera komið til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir