Beðið eftr Skagabyggð

Nú hafa þrjú sveitarfélög af þeim fjórum sem eru í Austur-Húnavatnssýslu, samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna í sýslunni. Aðeins eitt þeirra, Skagabyggð, hefur ekki tekið ákvörðun en eins og kunnugt er hófu Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður formlegar viðræður í sumar.

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 20. september var aðild að viðræðunum samþykkt. Voru þeir Adolf H. Berndsen og Steindór R. Haraldsson skipaðir sem nefndarmenn en auk þess mun sveitarstjóri starfa með nefndinni. Sama dag fundaði sveitarstjórn Húnavatnshrepps og voru þau Þorleifur Ingvarsson og Þóra Sverrisdóttir tilnefnd sem fulltrúar hreppsins og Jón Gíslason og Magnús R. Sigurðsson til vara.  

Þorleifur Ingvarsson, oddviti Húnavatnshrepps, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hjólin gætu farið að snúast fljótlega og viðræður verði teknar upp um leið og öll sveitarfélögin hafa tekið afstöðu. Nokkuð víst sé að eitthvað verði fundað, alveg sama hver niðurstaðan verði hjá Skagabyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir