Björgvin farinn í Skallagrím

Björgvin tekur góða vörn á körfuboltamann Íslands, Jón Arnór, í úrslitarimmu Tindastóls og KR í Domino´s deildinni í vor. Mynd: Hjalti Árna.
Björgvin tekur góða vörn á körfuboltamann Íslands, Jón Arnór, í úrslitarimmu Tindastóls og KR í Domino´s deildinni í vor. Mynd: Hjalti Árna.

Körfuknattleiksdeild Skallagríms segir frá því á heimasíðu sinni að bræðurnir Björgvin og Bergþór Ríkharðssynir munu leika með liðinu í Domino´s deildinni næsta vetur. Björgvin hefur leikið með Tindastól tvö síðustu tímabil við góðan orðstír.

„Björgvin lék mikilvægt hlutverk í liði Tindastóls í vetur sem varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti í Íslandsmótinu. Með Stólunum skoraði hann 5 stig að meðaltali í leik og tók 2,9 fráköst. Björgvin verður 25 ára síðar á árinu en hann leikur stöðu bakvarðar.

Bergþór kemur að austan frá Hetti þar sem hann lék með liðinu á síðasta tímabili í Dominos deildinni. Bergþór var með 5,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,9 fráköst og gefa 2,5 stoðsendingar. Hann verður 21 árs í haust og leikur stöðu framherja,“ segir á Skallar.is en þeir bræðurnir þekkja vel til hjá Skallagrími og í Borgarnesi en þar bjuggu þeir ásamt fjölskyldu sinni um árabil og æfðu körfubolta í yngri flokkum Skallagríms. Á unglingsárum fluttu þeir til Reykjavíkur þar sem þeir fóru að æfa með Fjölni. Það er því sérstakt ánægjuefni að fá þá aftur heim í Skallagrím, segir á heimasíðunni.

Feykir þakkar Björgvini fyrir hans framlag í körfunni á Króknum og óskar þeim bræðrum góðs gengis í Borgarnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir