Björt framtíð kynnir framboðslista sína

Björt framtíð hefur lagt fram lista yfir sex efstu frambjóðendur í öllum kjördæmum.
Björt framtíð hefur lagt fram lista yfir sex efstu frambjóðendur í öllum kjördæmum.

Stjórn Bjartrar framtíðar  samþykkti í gærkvöldi sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi. Á listunum er fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Á meðal þeirra eru þroskaþjálfi, lögreglukona, dósent, stjórnsýslufræðingur, leikskólastjóri og landgræðsluvistfræðingur.

Fjórðungur frambjóðenda starfar innan menntakerfisins, 14% þeirra eru í háskólanámi og því ljóst að menntamál munu leika stórt hlutverk. Margir frambjóðenda eru tengdir skapandi greinum með einum eða öðrum hætti. Tónlistarkennari, bókmenntaþýðandi, viðburðastjóri hjá CCP, verkefnastjóri listkennsludeildar Listaháskólans og leikkona skipa m.a. sæti á listum.  

Tveir innflytjendur skipa einnig sæti ofarlega á listum, frá Bandaríkjunum og Bosníu.

Eftirfarandi eru í sex efstu sætum í Norðvesturkjördæmi:

G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri

Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemandi í forystu og stjórnun

Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona

Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi

Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari

Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður

Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir