Blöndulína felld niður sem varnarlína

Við breytinguna sameinast hólf númer 9 og 10. Mynd: Mast.is.
Við breytinguna sameinast hólf númer 9 og 10. Mynd: Mast.is.

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að með ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafi Blöndulína verið felld niður sem varnarlína vegna dýrasjúkdóma. Við þessa breytingu sameinast Húnahólf og Skagahólf í eitt varnarhólf sem kallast Húna- og Skagahólf og verður varnarhólf nr. 9. Hólfið mun afmarkast af Vatnsneslínu, Miðfjarðarlínu og Tvídægrulínu að vestan, Kjalarlínu að sunnan og Héraðsvatnalínu að austan.

Við þessar breytingar lengist tími yfir takmarkanir á flutningi sauðfjár í fyrrum Húnahólfi en þar kom síðast upp riðutilfelli árið 2007 og hefði því átt, að öllu óbreyttu að aflétta höftum af því hólfi 1. janúar 2028. Í Skagahólfi kom hins vegar síðast upp riða árið 2016 og telst hólfið því sýkt svæði til 31. desember 2036 hafi engin ný tilfelli komið upp. Í báðum hólfum var bólusett við garnaveiki og mun ný skipan ekki hafa breytingar í för með sér hvað garnaveikibólusetningar varðar.

Í tilkynningunni segir að Matvælastofnun telji mikilvægt að viðhalda varnarlínum, einkum á áhættusvæðum riðu, og reyna þannig að stemma stigu við útbreiðslu smitsjúkdóma. Blöndulína í núverandi mynd þjóni hins vegar ekki tilætluðum tilgangi þar sem ljóst er að varnarlínan hefur ekki verið fjárheld frá því Blönduvirkjun var reist og ekki fæst fjármagn til að halda varnarlínunni fjárheldri. Með auglýsingu nr. 88/2018 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma fellur varnarlínan niður frá 1. febrúar sl.

Sjá nánar á vef Matvælastofnunar.

Tengdar fréttir: 
http://www.feykir.is/is/a-hunavatnssysla/blanda-ekki-lengur-varnarlina

http://www.feykir.is/is/frettir/ollu-fe-sem-for-yfir-blondu-i-sumar-skal-slatrad

http://www.feykir.is/is/frettir/ekki-tharf-ad-slatra-thvi-fe-sem-for-yfir-blondu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir