Ert þú með nikkelóþol?

Ef þú færð húðertingu undan skartgripum sem eru óekta þá eru ágætar líkur á því að þú sért einnig með óþol fyrir nikkelríkri fæðu. Já þú last rétt... það leynist nikkel í mörgum fæðutegundum sem við neytum á hverjum degi og fyrir þann sem er að taka til í mataræðinu sínu með að borða hollari fæðutegundir getur þetta óþol ruglað marga í rýminu því það leynist nikkel í mörgu sem er hollt.

Einkenni nikkelóþols eða IBS(iðrabólgu) við neyslu á nikkelríkri fæðu getur verið uppþemba, verkir, hægðategða, niðurgangur, ógleði, kláði, útbrot, eksem, rósroði, bólur, migreni/höfuðverkur, sár/sviði, kökkur í munni (hvítir kögglar sem koma upp úr hálsinum með vondri lykt) og svo liðverkir - hiti.

Ef þig grunar að þú sért með þetta óþol þá er um að gera að lesa lengra því hér verður listað upp þær fæðutegundir sem þú ættir alls ekki að borða því þær innihalda mikið nikkel eða meira en 20 microgr.(100 gr)

  • skelfiskur t.d rækja, krabbi, kræklingur, humar
  • möndlur
  • kjúklingabaunir
  • kakó
  • niðursoðnir tómatar
  • linsubaunir
  • hafrar
  • hnetur, heslihnetur, salthnetur, pistasíuhnetur, jarðhnetur, valhnetur
  • ætiþistill
  • aspas
  • baunir og baunaspírur
  • hvítkál
  • blómkál
  • grænar baunir
  • heilhveiti, bókhveiti
  • ger
  • smjörlíki
  • kræklingur
  • ostrur
  • kartöflur
  • plómur
  • spínat
  • apríkósur
  • brokkolí
  • maís maísmjöl, maíssterkja
  • perur
  • rúsínur
  • fíkjur, gráfíkjur
  • laufsalat
  • grænt salat
  • lakkrís
  • sveppir
  • koli og þorskur
  • rabarbari
  • te (svart/hvítt/grænt)
  • avacato
  • döðlur
  • gróft kornbrauð, heilhveitibrauð, fjölkornabrauð
  • heilhveitikex
  • hirsi
  • hrísgrjón með hýði
  • hveitihýði og annað hýði og trefjaefni þar með talið morgunverðakorn, hýðiskex og trefjatöflur.
  • hörfræ, hörfræjarolía
  • kanill
  • kókosolía
  • klíð, kornhýði
  • múslí og önnur slík morgunverðarvara
  • möndlur og möndlumjólk
  • rúghýði
  • sesamfræ
  • soyabaunir
  • soyja prótein duft (notað í sósur, blandað sumum unnum kjötvörum, í sumum súpum, í kjötkrafti)
  • sveskjur
  • sólblómafræ
  • spínat
  • sætar kartöflur
  • ananas
  • hindber
  • lyftiduft (í miklu mæli)
  • marsipan
  • súkkulaði
  • súkkulaði og kakódrykkir
  • allt nammi sem inniheldur súkkulaði, marsipan, hnetur og lakkrís
  • fjölvítamín geta innihaldið nikkel
  • öll matvara sem kemur úr dós skal varast
  • vatn skal láta renna í góðan tíma því vatnið getur tekið í sig nikkel út lögnum

Þar sem þessi listi hér fyrir ofan virðist vera nánast tæmandi fyrir allt sem þykir hollt eða einstaklega gott þá ákvað ég að láta fylgja með þann lista með matvörum sem innihalda lítið nikkel og er ráðlagt að neyta ef grunur er um að viðkomandi sé með nikkelóþol.

  • alifuglar
  • allar tegundir kjöts
  • egg
  • fiskur
  • jógúrt, án bragðefna
  • mjólk
  • ostur
  • smjör
  • hrísgrjón (hýðislaus, í hófi)
  • hveiti
  • hvítt brauð (í hófi)
  • kornflex
  • kökur og kex sem innihalda hnetur, möndlur, kakó eða súkkulaði
  • makkarónur
  • rúgbrauð (í hófi)
  • spaghettí
  • bananar (í hófi)
  • dill
  • eggaldin
  • ferskjur
  • gúrka
  • kartöflur
  • paprika
  • kínakál
  • iceberg
  • rófur, rauðrófur
  • rósakál
  • steinselja
  • gosdrykkir
  • kaffi (ekki sterkt og í hófi)

Sumar matartegundir geta espað upp nikkelexem þó þær innihaldi ekki mikið nikkel. Þessar vörur ætti þá að reyna að forðast líka.

  • bjór
  • vín (sérstaklega rauðvín)
  • síld
  • makríll
  • túnfiskur
  • tómatar
  • laukur
  • gulrætur
  • epli
  • sítrusávextir (appelsínu og sítrónusafi)

Hér er linkur á danskan bækling um nikkelóþol sem er vert að skoða ef grunur er um þetta óþol.

Gangi ykkur vel

Siggasiggasigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir