Skuggi nagar allt nema dótið sitt

Sigrún Birna og Hulda Birna með Skugga kanínu
Sigrún Birna og Hulda Birna með Skugga kanínu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Það gæludýr sem ekki finnst á öðruhvoru heimili eins og hundar og kettir eru kanínur en þær eru orðnar hluti af dýralífi Íslands því þær finnast villtar víða á landinu. Á Blönduósi býr hún Hulda Birna Vignisdóttir, dóttir Sigrúnar Óskarsdóttur og Vignis Björnssonar, ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Birnu, en þær eiga lítinn krúttlegan loðbolta sem heitir Skuggi og kom nýlega inn á heimilið þeirra.

Hann Skuggi er rúmlega tíu mánaða svört kanína. Þær eru jurtaætur með fjórar framtennur sem vaxa um leið og þær eyðast því þær eru rótopnar. Meðalaldur kanína er fimm til þrettán ár og kallast kvendýrið kæna og karldýrið kani.

Hvernig eignaðist þú gæludýrið? Skuggi er villikanína sem var bjargað úr Elliðaárdal. Ég rakst á auglýsingu á facebook þar sem verið var að leita að heimili fyrir hann. Ég kolféll fyrir honum og fékk hann til mín í lok ágúst, þá aðeins 6 mánaða gamlan.

Hvað er skemmtilegast við gæludýrið þitt? Ég átti áður hunda og ég hef þjálfað Skugga eins og ég gerði með hundana mína. Það kom mér á óvart hvað það var auðvelt og núna gerir hann nokkra hluti eftir skipun.

Hvað er erfiðast? Hann á það til að vilja naga hluti og þá helst allt nema dótið sitt.

Ertu með einhverja sniðuga eða merkilega sögu af gæludýrinu?

Ég fer stundum út með hann í ól og hann verður alltaf svo yfir sig spenntur, hoppar og skoppar út um allt eins og belja á vorin.

 

Feykir þakkar Huldu Birnu kærlega fyrir 

Siggasiggasigga

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir