Eysteinn Ívar í flokki með Gumma Ben og Rikka G

Eysteinn Ívar Guðbrandsson hinn geðþekki lýsandi Tindastóls TV. Mynd: Af fésbókarsíðu Eysteins.
Eysteinn Ívar Guðbrandsson hinn geðþekki lýsandi Tindastóls TV. Mynd: Af fésbókarsíðu Eysteins.

Mikill metnaður er í útsendingum frá heimaleikjum Tindastóls í körfunni hjá Tindastóll TV og nýtur mikilla vinsælda. Sýnt er beint frá leikjunum en einnig er hægt að nálgast þá eftir á. Sem dæmi hafa yfir 1200 manns horft á leikinn sem framfór í gærkvöldi. Þá hafa lýsendur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en nú hefur Eysteinn Ívar fengið óvænta athygli.

Karfan.is segir frá að þegar Björgvin Hafþór Ríkharðsson tróð með tilþrifum í leiknum í gær á móti Skallagrími hafi Eysteinn misst sig algjörlega. Sagt er að hann gefi mönnum eins og Gumma Ben og Rikka G lítið eftir.

 „Algjörlega frábær þessi ungi lýsir sem hefur oftar slegið í gegn fyrir lýsingu sína. Tindastóll TV hefur sýnt mikinn metnað í útsendingum sínum og eiga gott hrós skilið,“ segir á Karfan.is.

Hægt er að sjá og heyra þegar Hafþór treður í klippunni hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir