Félag eldri borgara fékk 280.000 króna styrk

Kór eldri borgara fyrir nokkrum misserum. Mynd: Hjalti Árna
Kór eldri borgara fyrir nokkrum misserum. Mynd: Hjalti Árna

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar afgreiddi á síðasta fundi sínum styrki að upphæð 480 þúsund til þriggja félaga og samtaka á Norðurlandi. Félag eldri borgara í Skagafirði fær hæsta styrkinn 280.000 krónur sem er hækkun um 30.000 krónur frá síðasta ári.

Félag eldri borgara sótti hins vegar um 300.000 króna styrk vegna félagsstarfs síns en fengu 250 þús. kr. á síðasta ári. Einnig var lögð fram umsókn um styrk að upphæð 200.000 krónur til greiðslu húsaleigu fyrir starf eldri borgara á Löngumýri. Nefndin samþykkti að veita styrk að upphæð 100.000 krónur vegna þessa.

Þá var ákveðið að styrkja Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi, um 100.000 krónur vegna starfsins. Jafnframt var Aflið hvatt til þess að heimsækja grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir í samræmi við kynningu Aflsins á starfseminni sem fram fór í Skagafirði sl. haust.

Saman hópurinn, Stígamót og Kvennaathvarfið sóttu einnig um styrki en nefndin taldi sér ekki fært að verða við styrkbeiðnunum þeirra að þessu sinni en óskar samtökunum alls góðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir