Fulltrúar valdir í Stóru upplestrarkeppnina

Fulltrúar Varmahlíðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni 2017. Mynd af: skagafjordur.is.
Fulltrúar Varmahlíðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni 2017. Mynd af: skagafjordur.is.

Í vikunni voru haldnar upplestrarkeppnir 7. bekkja Árskóla á Sauðárkróki og  Varmahlíðarskóla þar sem valdir voru fulltrúar til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 28. mars næstkomandi.

Fulltrúar Árskóla í 7. bekk. Mynd Árskóli

Í gær fór keppnin fram í Varmahlíð og valdi dómnefnd þrjá aðalmenn í keppnina og einn til vara. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að keppni hafi verið hörð enda stóðu allir nemendur sig með miklum sóma. Aðalmenn eru Einar Kárason, Katrín Ösp Bergsdóttir og Óskar Aron Stefánsson. Varamaður er Steinar Óli Sigfússon.

Í fyrradag fór keppni fram á Sauðárkróki og voru átta nemendur valdir sem fulltrúar skólans. Nemendur þar stóðu sig einnig með sóma í upplestrinum og valdi þriggja manna dómnefnd átta aðalmenn og tvo til vara.  Aðalmenn eru: Björn Friðrik Connor Echegaray, Halldóra Heba Magnúsdóttir, Hallmundur Ingi Hilmarsson, Hrafnhildur Ósk Jakobsdóttir, Hrefna Guðrún Gústavsdóttir, Íris Helga Aradóttir, Jón Pálmason og Þorleifur Feykir Veigarsson. Varamenn eru: Herdís María Sigurðardóttir og Rannveig Lilja Ólafsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir