Fyrirspurn um land undir hjólhýsastæði í Varmahlíð

Frá Varmahlíð. Mynd: KSE.
Frá Varmahlíð. Mynd: KSE.

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku var lögð fram fyrirspurn frá Varmahlíðarstjórn um land undir fastastæði fyrir hjólhýsi í Varmahlíð.

Formaður Varmahlíðarstjórnar kom til fundar og kynnti málið fyrir nefndarmönnum. Nefndin felur starfsmönnum að kanna kostnað við slíka uppbyggingu en mun ekki leggja til að fjármagn til slíkrar uppbyggingar fari inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir