Gjöf til verðandi foreldra í Húnavatnssýslum

Helga ljósmóðir afhendir verðandi foreldrum bókargjöfina. Mynd: Húni.is
Helga ljósmóðir afhendir verðandi foreldrum bókargjöfina. Mynd: Húni.is

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa hefur ákveðið að gefa verðandi foreldrum í Húnavatnssýslum bókina  Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til eftir Sæunni Kjartansdóttur sálfræðing.

Fyrstu 1000 dagarnir er eftir Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini. Í umsögn um bókina segir að hún sé aðgengileg handbók fyrir foreldra og byggi á tengslakenningum og nýjustu rannsóknum í taugavísindum og sálgreiningu. Í henni sé að finna góð ráð um hvernig foreldrar geti búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling. 

Þetta verkefni Soroptimistasystra Við Húnaflóa er hugsað sem þriggja ára verkefni og er það von þeirra og sannfæring að bókin muni nýtast foreldrum vel í því mikilvæga hlutverki sem í því er fólgið að eignast og annast barn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir