Gleði og gaman á Sviðamessu

Það ríkti gleði og gaman á Sviðamessu á Vatnsnesi um síðustu helgi. Myndir: Anna Scheving.
Það ríkti gleði og gaman á Sviðamessu á Vatnsnesi um síðustu helgi. Myndir: Anna Scheving.

Hin árlega Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi var haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi um síðustu helgi. „Þetta var bara frábært,“ sagði Bára Garðarsdóttir, ein af húsfreyjunum, þegar Feykir hafði samband við hana og grennslaðist fyrir um hvernig til hefði tekist.

Á föstudaginn var Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra veislustjóri en Sigurður Ingvi Björnsson og Þorvaldur Pálsson sáu um tónlist. Á laugardaginn var Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í Reykhólasveit veislustjóri en Skúli Einarsson á Tannstaðabakka lék á gítar og söng./KSE

Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir