HEITASTA GJÖFIN - „Man lítið úr fermingunni sjálfri fyrir utan hláturskast á vandræðalegu augnabliki“

Eva María og fjölskylda á góðri stundu.
Eva María og fjölskylda á góðri stundu.

Eva María er frá Siglufirði og býr í Birkihlíðinni á Sauðárkróki. Eva er gift Birni Magnúsi og eiga þau fjögur börn á aldrinum 7-17 ára. Hún vinnur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki en er í veikindaleyfi eins og er.

Hvar og hvenær fermdist þú? Í apríl árið 2000 í Siglufjarðarkirkju.

Manstu eftir fermingunni sjálfri og fermingarfræðslunni? Man ekkert eftir fræðslunni og lítið úr fermingunni sjálfri fyrir utan hláturskast á vandræðalegu
augnabliki.

Hvernig var fermingardressið og hárgreiðslan? Ég var í örstuttum hvítum kjól með bláum blómum, hvítum þykkum skóm og með hárið uppsett.

Hvar var fermingarveislan haldin? Í Slysavarnarhúsinu á Sigló.

Hvað bauðstu upp á í fermingarveislunni? Það var kalkúnn og meðlæti ásamt öllum heimsins tegundum af kökum. 

Hver var heitasta gjöfin á þeim tíma? GSM sími.

Hver er eftirminnilegasta gjöfin? Nokia 5110 sími og utanlandsferð.

Hvað stóð upp úr á fermingardaginn sjálfan? Að komast úr blessuðum kjólnum og aftur í íþróttavöllinn.

Ef þú ættir að fermast í dag, hvernig dress yrði fyrir valinu og hver væri óskagjöfin? Ætli ég myndi ekki velja fallega dragt, eitthvað látlaust og myndi
vilja upplifun í gjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir