Hópslysaæfing við Blönduós á laugardaginn

Frá eldri hópslysaæfingu. MYND AF VEF LNV
Frá eldri hópslysaæfingu. MYND AF VEF LNV

Nú laugardaginn 11. maí verður haldin stór hópslysaæfing í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Fram kemur í tilkynningu á FB-síðu LNV að vettvangur æfingarinnar/slyssins verður ofan Blönduóss eða á gatnamótum Ennisbrautar og Neðribyggðarvegar. Af þeim sökum verður Ennisbraut lokuð við Mýrarbraut og Þverárfjallsveg frá kl.11:00 og fram eftir degi.

Í tilkynningunni er varað við því að reikna megi með því að bifreiðum sem ætlaðar eru til neyðaraksturs verði ekið með forgangsmerkjum á þessum tíma um Ennisbraut og Húnabraut að fjöldahjálparstöð og söfnunarsvæði slasaðra sem verður í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi.

„Það skal tekið fram að æfingar sem þessar eru bráðnauðsynlegar til að æfa viðbragð og stjórnskipulag. Reikna má með því að heildarfjöldi þeirra sem að æfingunni komi muni verða vel á annað hundrað. Þar er um að ræða viðbragðseiningar úr Skagafirði og báðum Húnavatnssýslum,“ segir jafnframt.

Í apríl var undirbúningur fyrir þessa miklu æfingu á Blönduósi en lesa má um það á Feykir.is hér > Samvinna er lykillinn að góðri útkomu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir