Hótel Tindastóll fær viðurkenningu hjá Vakanum

Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Mynd: Vakinn.is.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Mynd: Vakinn.is.

Hótel Tindastóll á Sauðárkróki hefur nú lokið innleiðingarferli sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum Vakans en Vakinn er verkfæri ferðaþjónustuaðila til að auka gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi, eins og segir á heimasíðu Vakans.  

Í umsögn um Hótel Tindastól segir að það sé eitt elsta starfandi hótel landsins og hafi starfsemi hafist í húsinu árið 1884. Húsið kom til Íslands frá Noregi árið 1820 og var þá reist á Hofsósi en síðan var því fleytt yfir fjörðinn og komið fyrir á núverandi stað á Sauðárkróki. Á Hótel Tindastóli eru 19 herbergi, þar af eru níu í viðbyggingu sem tekin var í notkun árið 2012. Að sögn hótelstjóra hafa eigendur og starfsfólk ávallt haft það að markmiði að uppfylla væntingar gesta sinna með faglegri þjónustu:

Til hamingju með stjörnurnar Hótel Tindastóll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir