Hrafnhildur Ýr áfram eftir æsispennandi ofureinvígi í Voice

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir er glæsilegur fulltrúi Norðurlands vestra í Voice Ísland. Mynd: KSE
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir er glæsilegur fulltrúi Norðurlands vestra í Voice Ísland. Mynd: KSE

Söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal komst áfram í æsispennandi ofureinvígi (Super battle) í The Voice Íslands sem sýnt var í sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þjálfarinn valdi keppinautinn Tuma áfram en Svala Björgvins „stal“ Hrafnhildi í sitt lið og þjálfarinn Helgi Björns „stal“ keppinautnum Þóri í sitt lið.

Því fór svo að Hrafnhildur og keppinautar hennar tveir komust öll áfram úr þessu þriggja manna ofureinvígi. Nú taka við keppnir í beinum útsendingum og hefur veitingarstaðurinn Sjávarborg gefið út að sýnt verði á breiðtjaldi frá þeim. Fjöldi fólks kom saman á Sjávarborg í gærkvöldi til að styðja sína konu í keppninni.

Þegar blaðamaður Feykis hitti Hrafnhildi á Hvammstanga á föstudagskvöld sagði hún keppnina bæði lærdómsríka og skemmtilega og að sjálfsögðu ætlar hún sér alla leið. Hér má hlusta á flutning þeirra Hrafnhildar, Tuma og Þóris á laginu One love, one life. Þeir sem vilja styðja Hrafnhildi eru hvattir til að nota myllumerkið #TeamHrabbý#VoiceIsl og fylgjast með þáttunum í sjónvarpi Símans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir