„Ísey stal veskinu hennar mömmu“

Ísafold Sól og Ísey í sólskinsskapi. MYNDIR AÐSENDAR
Ísafold Sól og Ísey í sólskinsskapi. MYNDIR AÐSENDAR

Í Suðurgötunni á Króknum býr ung dama að nafni Ísafold Sól Sveinþórsdóttir og hundurinn hennar Ísey. Foreldrar hennar heita Sigþrúður Jóna Harðardóttir og Sveinþór Ari Arason og svo á hún einn bróður sem heitir Ísidór Sölvi. Hundurinn hennar Íseyjar er blanda af Border collie og Labrador og þeir sem þekkja til þessarar blöndu vita að þarna er á ferðinni vinalegur og kraftmikill fjölskylduhundur.

Þeir eru bráðgáfaðir og auðvelt að kenna þeim alls konar trikk og eru með fullkomna skapgerð til að leika heima með krökkunum eða fylgja foreldrunum/fjölskyldunni í þeim ævintýrum sem farið er í. Þeir þurfa einnig mikla ást og athygli svo þeir dafni vel.

Hvernig eignaðist þú gæludýrið? Kona sem mamma þekkir sagði henni að hún væri með hvolpa sem vantaði heimili. Við fórum og kíktum á hvolpana og
völdum Íseyju.

Hvað er skemmtilegast við gæludýrið þitt? Það sem er skemmtilegast er að maður hefur þá alltaf einhvern til að leika við og það er skemmtilegast að leika við hana.

Hvað er erfiðast? Það er ekkert sem er erfitt.

Ertu með einhverja sniðuga eða merkilega sögu af gæludýrinu? Einu sinni náði hún peningaveskinu hennar mömmu og fór með það út í garð og nagaði það.
Mamma fattaði að peningaveskið væri horfið þegar hún ætlaði að fara að borga í búðinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir