Jón Oddur stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins

Jón Oddur (til hægri), starfsmaður OK á Króknum, og Arnar Már, forstjóri Byggðastofnunar, enduðu í efstu tveimur sætunum í 1. deildinni í gærkvöldi. MYND: PÍLUKASTFÉLAG SKAGAFJARÐAR
Jón Oddur (til hægri), starfsmaður OK á Króknum, og Arnar Már, forstjóri Byggðastofnunar, enduðu í efstu tveimur sætunum í 1. deildinni í gærkvöldi. MYND: PÍLUKASTFÉLAG SKAGAFJARÐAR

Fjórða mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Alls voru það 16 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni og var keppt í tveimur deildum. Fyrstu deildina sigraði Jón Oddur Hjálmtýsson en í öðru sæti varð Arnar Már Elíasson.

Í annarri deild sigraði Hjörtur Geirmundsson en Hallbjörn Björnsson hafnaði í öðru sæti. Hæsta útskot kvöldsins átti síðanAlexander Franz Þórðarson sem tók út 114, virkilega vel gert.

Hver keppandi spilaði sjö leiki á mótinu og 501 var spilaður að venju. Í 1. deildinni þurfti að vinna fjóra leggi en í 2. deildinni þurfti að vinna þrjá leggi.

Sjá nánar á Facebook-síðu Pílukastfélags Skagafjarðar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir