Kjördeildir á Norðurlandi vestra

Íslendingar kjósa sér nýjan forseta í dag. Alls eru níu í framboði. Þeir sem eru í framboði eru:

Andri Snær Magnason

Ástþór Magnússon

Davíð Oddsson

Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Guðni Th. Jóhannesson

Guðrún Margrét Pálsdóttir

Halla Tómasdóttir

Hildur Þórðardóttir

Sturla Jónsson

Kjörfundir á Norðurlandi vestra eru á eftirfarandi stöðum: 

Austur-Húnavatnssýsla:

  • Á Blönduósi verður kjörfundur í Blönduskóla, Húnabraut 2A og er kjörstaður opin frá 10:00-22:00. 
  • Í Húnavatnshreppi verður kosið í Húnavallaskóla (stofu 2) og hófst kl. 11:00. 
  • Á Skagaströnd verður kosning til embættis forseta Íslands í íþróttahúsinu á Skagaströnd. Kjörstaður er opinn frá kl. 10 – 22.

Húnaþing vestra:

  • Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Félagsheimilinu Hvammstanga. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Gengið er inn um aðaldyr. Skylt er að framvísa skilríkjum sé þess óskað. 

Skagafjörður: 

Akrahreppur:

  • Kjörfundur vegna forsetakosninga fer fram í Héðinsminni og hefst kl. 12:00.

Sveitarfélagið Skagafjörður:

  • Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00
  • Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00
  • Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00
  • Kjördeild í Grunnskólanum á Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00
  • Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00
  • Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaða – Staðar – og Seyluhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00
  • Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, kjörfundur hefst kl. 13:00

„Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00. Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV,“ segir í auglýsingu frá kjörstjórn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir