Laus staða eftirlitsdýralæknis í Norðvesturumdæmi

Á vef Matvælastofnunar er sagt frá því að stofnunin óski eftir því að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Norðvesturumdæmi með aðsetur á Sauðárkróki. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Að sögn Kristínar Hreinsdóttur, mannauðsstjóra MAST, er verið að bæta við stöðu eftirlitsdýralæknis á Norðurlandi vestra en nú þegar eru við störf héraðsdýralæknir í fullu starfi, einn eftirlitsdýralæknir í fullu starfi og annar í tæplega hálfu. „Nýr eftirlitsdýralæknir verður að hluta í hefðbundnum störfum eftirlitsdýralæknis og að hluta í matvælateymi stofnunarinnar. Sem sagt, 100% starf staðsett á Norðurlandi vestra,“ segir Kristín.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir