Leitin að engli dauðans komin út

Út er komin bókin Leitin að engli dauðans eftir Húnvetninginn Jóhann Fönix Arinbjarnarson. Sagan gerist í framtíðinni og fjallar um veröld sem alveg eins gæti orðið að veruleika. Útgáfan túrí ehf. á Laugarbakka sér um dreifingu.  

Leitin að engli dauðans spáir í framtíðina eftir hrun lýðræðis Bandaríkjanna og gerist um 2039. Bókin segir frá Gladys sem er 17 ára og þarf skyndilega að yfirgefa fjölskyldu sína, vini og allt sem henni þykir vænt um þegar upp kemst að faðir hennar er einn valdamesti mafíuforingi landsins. Ásamt dularfullum launmorðingja sem tók þátt í byltingunni sem varð Bandaríkjunum að falli leggur hún á flotta þvert yfir landið þar sem lögreglumenn, leyniþjónustan, hermenn, öryggismyndavélar og alls kyns njósnabúnaður leitar að hverju fótspori sem þau skilja eftir sig. Leitin að engli dauðans er saga um breyttan heim sem er að sumu leyti grimmari og háskalegri en nútíminn en að öðru leyti öruggari og upplýstari.

Jóhann Fönix ólst upp i Húnavatnssýslu og stundaði framhaldsnám á Sauðárkróki. Í dag býr Jóhann í Reykjavík, nánari tiltekið í Breiðholti, þar sem allt er að gerast.

Jóhann er sonur Arinbjarnar á Brekkulæk og Gudrunar Kloes eiganda túrí útgáfunnar á Laugarbakka.

Leitin að Engli Dauðans - Trailer

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir