Mette Mannseth var sigurvegari Meistaradeildar KS 2024

Mette Mannseth bar sigur úr býtum í Meistaradeildinni í vetur og hér sést hún fagna sigrinum innilega. Lengst til vinstri er Þórarinn Eymundsson sem varð annar og til hægr Gunnar Hólm Líndal. MYND: LÍNAIMAGES
Mette Mannseth bar sigur úr býtum í Meistaradeildinni í vetur og hér sést hún fagna sigrinum innilega. Lengst til vinstri er Þórarinn Eymundsson sem varð annar og til hægr Gunnar Hólm Líndal. MYND: LÍNAIMAGES

Skemmtilegu tímabili Meistaradeildar KS 2024 er nú lokið en síðasta mót tímabilsins fór fram sl. föstudagskvöld þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS var það Mette Mannseth sem fór með sigur af hólmi en hún hélt forystu allt tímabilið og endaði með 172 stig. 

Það var svo Þórarinn Eymundsson sem varð annar með 160 stig, í þriðja sæti var Guðmar Hólm Líndal með 147 stig, í því fjórða Bjarni Jónasson með 120 stig og í því fimmta Guðmar Freyr Magnússon með 101.5 stig.

Hrímnir - Hestklettur sigraði í liðakeppninni

Þá var það lið Hrímnis - Hestkletts sem sigraði í liðakeppni Meistaradeildar KS 2024 með 443.5 stig en þau sigriðu liðaplattann í þremur greinum í vetur; fimmgangi, slaktaumatölti og tölti. Liðsstjóri sigurliðsins er Þórarinn Eymundsson en aðrir liðsmenn eru Arnar Máni Sigurjónsson, Þórgunnur Þórarinsdóttir, Kristófer Darri Sigurðsson og Þórdís Inga Pálsdóttir.

Í öðru sæti var lið Þúfna með 435 stig en þar er Mette liðsstjóri og í þriðja sæti endaði Uppsteypa með 342 stig!

Heildarniðurstöður Meistaradeildar KS 2024 má sjá hér > 

- - - - -
Heimild:
Facebook-síða Meistaradeildar KS

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir