Nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra

Ingibjörg Jónsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Aðsend mynd.
Ingibjörg Jónsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Aðsend mynd.

Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Ingibjörg er fædd og uppalinn í Húnaþingi og býr ásamt fjölskyldu sinni að Syðsta-Ósi í Miðfirði. Tekur hún við starfinu af Guðrúnu Ragnarsdóttur sem hefur sinnt því sl. 38 ár en hún varð 67 ára þann 1. september sl.   Í samræmi við starfsmannastefnu Húnaþings vestra sótti Guðrún um að færa sig í minna krefjandi starf og minnka við sig starfshlutfall.

á heimasíðu Húnaþing vestra segir að Ingibjörg hafi lokið B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og Macc gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri og eigandi hjá Virkar ehf, síðar Hagsæld ehf. Áður var hún meðal annars fjármálastjóri hjá Lyfjaveri, aðstoðarfjármálastjóri hjá Invent farma og hótelstjóri hjá Hótel Eddu Laugarbakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir