Öxna­dals­heiði lokuð vegna þriggja bíla áreksturs

Öxnadalsheiði er lokuð vegna áreksturs. Mynd/BÞ
Öxnadalsheiði er lokuð vegna áreksturs. Mynd/BÞ

Harður þriggja bíla árekst­ur varð á Öxna­dals­heiðinni upp úr klukkan 10. Lög­regla er nú á leið á vett­vang frá Ak­ur­eyri og Sauðár­króki.

Samkvæmt Mbl.is er ekk­ert vitað um meiðsl á fólki eða nán­ari til­drög árekst­urs­ins að svo stöddu, en að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri var árekst­ur­inn harður og verður veg­in­um um Öxna­dals­heiðina því lokað um tíma. Vegfarendum bent á að hægt er að fara Ólafsfjarðarveg til Siglufjarðar og þá leið suður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir