Rúmlega 200 manns hlupu fyrir Einstök börn á Sauðárkróki

Hluti af „Rammvilltum 550“ hlaupaskvísunum. MYND BRÍET GUÐMUNDSDÓTTIR
Hluti af „Rammvilltum 550“ hlaupaskvísunum. MYND BRÍET GUÐMUNDSDÓTTIR

Rúmlega 200 manns mættu í blíðskapar veðri í styrktarhlaup fyrir Einstök börn-Stuðningfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Það var hlaupahópurinn 550 Rammvilltar sem hélt hlaupið í annað sinn á Sauðárkróki þann 1. maí síðastliðinn. 

„Nú stendur söfnunin í hvorki meira né minna en 293 þúsund krónum sem er töluvert meira en safnaðist í fyrra segir Ragnhildur Friðriksdóttir,“ ein af þeim Rammvilltu og bætir við að varningur frá Einstökum börnum hafi selst fyrir 170 þúsund krónur að auki.

Hlaupahópurinn var að vonum í skýjunum með daginn, þátttökuna og stemninguna og söfnunina. Snillingurinn og gleðipinninn Ragndís Hilmarsdóttir sá um að hita hópinn upp af sinni alkunnu snilld og Hólmfríður Guðmundsdóttir stóð vaktina í sölubásnum. KS sá svo um að allir fengu drykk eftir hlaupið og Bríet Guðmundsdóttir tók frábærar myndir sem við hjá Feyki fengum leyfi til að birta hjá okkur.

Ennþá er hægt að leggja þessu þarfa málefni lið með því að leggja inn á reikninginn 0161-15-631208 og kt. 120889-3389

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir