Skagginn verður haldin 26.-28. ágúst

Frá Skagganum á Skagaströnd í fyrra. Mynd/KSE
Frá Skagganum á Skagaströnd í fyrra. Mynd/KSE

Bæjarhátíðin Skagginn verður haldin í annað sinn á Skagaströnd helgina 26. - 28. ágúst næstkomandi. Á Facebook-síðu viðburðarins kemur fram að dagskráin sé í mótun og er stefnt á að kynna dagskrárliði jafnt og þétt út júnímánuð. 

Mikið af þeim dagskrárliðum sem vöktu lukku á síðasta ári verða endurteknir í ár til dæmis ljóðaganga, kósýkvöld í sundlauginni, froðudiskó, víðavangshlaup og hópreið Hestamannafélagsins Snarfara - svo fátt eitt sé nefnt.

„Við erum sérstaklega þakklát bæjarbúum, félagasamtökum og fyrirtækjum fyrir aðstoð þeirra og aðkomu að hátíðinni því án ykkar allra væri þetta ekki mögulegt,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir