Skagstrendingar plokka á uppstigningardag

Það er göfugt að gera fínt á uppstigningardegi. MYND AF VEF SKAGASTRANDAR
Það er göfugt að gera fínt á uppstigningardegi. MYND AF VEF SKAGASTRANDAR

Fimmtudaginn 9. maí, á sjálfan uppstigningardag, stendur Sveitarfélagið Skagaströnd fyrir umhverfis- og plokkdegi. Því eru íbúar hvattir til þess að stökkva út í sumarið og plokka rusl á opnum svæðum í sveitarfélaginu og fegra sitt helsta nærumhverfi.

Gámar fyrir rusl verða sunnan við Oddagötu 12 (rækjan) og á stígnum neðan við Bankastræti.

Veðurspáin er ágæt, reiknað með 6-7 stiga hita, sólskini upp úr hádegi og hægum vindi úr suðvestri. Sveitarfélagið býður síðan upp á grillaðar pylsur við Bjarmanes klukkan 13:00 og því útlit fyrir góðan dag á Skagaströnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir