Sveitarfélög í Húnavatnssýslum taka þátt í Arctic Coast Way

Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.
Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafi í síðustu viku ákveðið að verða þátttakendur í verkefninu Arctic Coast Way og einnig hefur Húnaþing vestra tekið ákvörðun um aðild að því. Eins og áður hefur komið fram á feykir.is er markmið verkefnisins að styrkja stöðu Norðurlands í markaðssetningu innanlands og erlendis og að hvetja ferðamenn til að staldra lengur við á Norðurlandi, að draga fram helstu áherslur og vinna markvisst að uppbyggingu staðanna sem að veginum liggja og að gera Norðurland að freistandi valkosti fyrir ferðamenn árið um kring.

Sveitarfélögin sem standa að verkefninu eru þá orðin níu talsins. Þau eru Akureyrarbær, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Skagafjörður og Skagaströnd auk Norðurhjara sem eru ferðþjónustusamtök á svæðinu frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð. 

Verkefnið verður fjármagnað með framlagi frá þátttakendum að upphæð 500 kr. á hvern íbúa sveitarfélaganna sem að því standa.

Tengdar fréttir: Arctic Coastline Route - Strandvegur um Norðurland og Arctic Coastline Route – kynningarfundir á morgun, 28. febrúar, á Skagaströnd og Hvammstanga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir