Þungur rekstur afurðastöðva

Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki. Mynd: KSE
Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki. Mynd: KSE

Rekstur afurðastöðva Kjötafurðastöðvar KS (KKS) og Sláturhúss KVH (SKVH) hefur verið þungur undanfarin tvö ár og segja má að árið 2015 hafi verið rekstrarlega það erfiðasta um nokkurra ára skeið. Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi KKS og SKVH.

„Það sem harðast kemur niður á rekstrinum er samdráttur í sölu á hliðarafurðum, óhagstætt gengi í útflutningi, hörð samkeppni á innlendum markaði, verkfall dýralækna og nýir kjarasamningar,“ segir ennfremur í fréttabréfinu.

„Það sem mestu hefur ráðið um verðhækkanir til bænda á undanförnum árum, er aukin verðmætasköpun á hliðarafurðum og hefur það ásamt hagræðingu sem náðst hefur, skilað því að verð til bænda hefur hækkað langt umfram það sem verðlagning á lambakjöti hefur gert á innlendum markaði. En nú er uppi önnur staða sem bitnað hefur á rekstrinum undanfarin tvö ár og þá sér í lagi síðast liðið ár,“ segir loks í fréttabréfinu, en það má lesa í heild á heimasíðu KS.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir