Uppruni kostanna opnar senn á Sögusetri íslenska hestsins

Feykir náði tali af Kristni Hugasyni forstöðumanni Söguseturs íslenska hestsins er vann að nýrri sýningu ásamt Óla Arnari Brynjarssyni hjá Nýprenti. Mynd/BÞ
Feykir náði tali af Kristni Hugasyni forstöðumanni Söguseturs íslenska hestsins er vann að nýrri sýningu ásamt Óla Arnari Brynjarssyni hjá Nýprenti. Mynd/BÞ

Landsmót hestamanna hefst á Hólum í Hjaltadal þann 27. júní nk. en í landsmótsvikunni verður formleg opnun nýrrar sýningar hjá Sögusetri íslenska hestsins undir yfirskriftinni Uppruni kostanna. Blaðamaður Feykis ræddi við Kristinn Hugason forstöðumann safnsins þegar undirbúningur stóð sem hæst. 

Eins og nafnið gefur til kynna er áhersla lögð á að miðla sögu hrossaræktarinnar og verða 16 meginhross til umfjöllunar á sýningunni. 

„Markmið sýningarinnar er að jafnvel sá sem lítið veit um hrossarækt geti gengið þaðan út með grundvallarfróðleik um hvernig hrossaræktin varð að því sem hún er í dag. Sýningin er hugsuð þannig; hvaðan komu þeir kostir sem við erum að leggja áherslu á í dag. Úr hvaða erfðamengi og úr hvaða hestum eða hryssum þetta kom. Þetta byggist á tölfræðilegu uppgjöri þannig að þetta er ekki slembiúrtak heldur er þetta algjörlega vísindalega útreiknað hvaða hross það eru sem málið snýst um. Þá geta Skagfirðingar verið stoltir af því að þegar þetta er skoðað þá er sigurganga skagfirskra hrossa mjög auðsæ á þessari sýningu. Það er ekki bara vegna þess að við Norðlendingar séum stoltir heldur er það einfaldlega að þessar vísindalegu útreikningar sýndu fram á geysilega mikla hlutdeild ákveðinna hesta,“ útskýrir Kristinn.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Feyki vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir