Ásta Guðný sigraði fullorðinsflokk Smalans

MYND AF SÍÐU HESTAMANNAFÉLAGSINS ÞYTS
MYND AF SÍÐU HESTAMANNAFÉLAGSINS ÞYTS

Smalinn, lokamótið í Vetrarmótaröð Hestamannafélagsins Þyts, var haldinn laugardagskvöldið 30. mars sl. Keppt var í polla-, barna-, unglinga- og fullorðinsflokki. Tveir pollar mættu til leiks og stóðu sig auðvitað vel, en það voru þau Margrét Þóra Friðriksdóttir Líndal og Draumur frá Hvammstanga og Sólon Helgi Ragnarsson á Vídalín frá Grafarkoti.

Í barnaflokki varð Fíus Franz Ásgeirsson á Möskva frá Gröf á Vatnsnesi efstur með 272 stig, Í unglingaflokki varð Indriði Rökkvi Ragnarsson hlutskarpastur á Vídalíni frá Grafarholti og hlaut 300 stig. Loks varð Ásta Guðný Unnsteinsdóttir efst á Meyju frá Hvammstanga en hún hlaut 266 stig. Nánar er hægt að skoða úrslit Smalans hér >

Aðalstyrktaraðili mótsins var Kolugil sem gaf veglega vinninga í efstu sæti í öllum flokkum. Aðrir styrktaraðilar voru SKVH, Sjávarborg, Fríða og Kristján og Píparar Húnaþings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir