Þórálfur og Þórarinn Eymunds settu heimsmet

Myndatexti: Félagarnir Þórálfur og Þórarinn stilla sér upp fyrir myndatöku. Mynd: PF.
Myndatexti: Félagarnir Þórálfur og Þórarinn stilla sér upp fyrir myndatöku. Mynd: PF.

Það er ekki á hverjum degi sem sett eru heimsmet í kynbótadómi en það gerðu þeir Þórálfur frá Prestsbæ og Þórarinn Eymundsson á Sauðárkróki á sýningu á Akureyri fyrir helgi. Fyrra met átti Spuni frá Vesturkoti, úr ræktun Finns Ingólfssonar, með aðaleinkunnina 8.92 en Þórálfur skreið yfir hann nú með aðaleinkunn upp á 8.94. Fyrir sköpulag hlaut hann 8.93 og 8.95 fyrir hæfileika.

Eigendur Þórálfs eru þau Inga og Ingar Jensen og er hann einnig úr þeirra ræktun, Prestsbær ehf. en það er nafn á jörð þeirra í Hegranesinu. Þórálfur er fallega moldóttur á litinn líkt og móðirin, Þoka frá Hólum en faðirinn er hinn skjótti, Álfur frá Selfossi.

Þórarinn Eymundsson tamdi hestinn og hefur verið með hann síðan en klárinn er nú átta vetra gamall. Aðspurður um hvort hann hafi búist við heimsmeti segir Þórarinn hann ekki endilega hafa verið að hugsa um það en vonaðist til að hann myndi bæta sig frá því í fyrra en þá fékk hann 8,77. Ekki voru horfurnar þó gæfulegar í byrjun mótsdags því aðstæður á Melgerðismelum, þar sem mótið átti að fara fram voru ekki ákjósanlegar.

Nánar verður rætt við Þórarinn í næsta Feyki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir