Fjáröflunarfótboltamót Kormáks/Hvatar á laugardegi

Laugardaginn 30. desember 2023 verður blásið til leiks í fjáröflunarmót fyrir meistaraflokk Kormáks Hvatar í knattspyrnu til að halda upp á stórkostlegan árangur liðsins í sumar.

Alls voru það átta lið sem skráðu sig til leiks og hefst sparkið kl. 10:30 á laugardagsmorgni í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga en þá mætast Höddasynir og Vegagerðill í fyrsta leik.

Klukkan 13:00 verða afhentar viðurkenningar fyrir Íþróttamann ársins hjá USVH og fleiri til og að því loknu heldur boltinn áfram þar til úrslit liggja fyrir. Spilað verður í tveimur riðlum, þar sem hvert lið leikur þrjá leiki. Hver leikur er 2x6 mínútur. Efstu lið í hvorum riðli leika svo um sigurinn, næstu um næstu sæti o.s.frv. Hægt er að kynna sér leikjaröðina með því að smella hér og færast á Facebook-vegg Aðdáendasíðu Kormáks.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir