„Hjálpar ekki þegar við hittum illa sem heild“

Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls. MYND: DAVÍÐ MÁR
Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls. MYND: DAVÍÐ MÁR

„Varnarlega fannst mér við flottir, vorum samt að leyfa þeim að sækja aðeins of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik og skoruðu þeir slatta af stigum upp úr því en það lagaðist í seinni. Sóknarlega er það sem klikkaði meira og minna allan leikinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað hefði klikkað í gær í tapleik gegn liði Álftaness í Subway-deildinni.

„Við vorum alltof passívir að fara á hringinn og oft á tíðum klaufar að koma okkur ekki í betri stöður í hraðarupphlaupum, sérstaklega í þriðja eikhluta þegar við stoppuðum þá trekk í trekk. Svo hjálpar ekki þegar við hittum illa sem heild og vorum oft klaufar í kringum hringinn.

Hvernig leggst framhaldið í þig? „Framhaldið leggst mjög vel í mig, allir leikmenn komnir með leikheimild og allir orðnir heilir þannig að núna er bara að spila sig saman og koma okkur á beinu brautina sem fyrst þannig að við verðum á besta mögulega stað fyrir alvöruna í vor,“ sagði Pétur.

Feykir sagði frá því í umsögn um leikinn að Guðni Jóhannesson forseti hefði mætt í Síkið í gærkvöldi en hann býr jú eins og allir vita á Bessastöðum sem eru á Álftanesi. Forsetinn hefur mætt á nokkra leiki í Síkinu síðustu árin þar sem Stólunum gengur alla jafna vel. Forsetinn hefur hins vegar ekki fært Stólunum mikla lukku og aðspurður sagðist Pétur halda að Guðni hefði aðeins séð Stólana vinna einn heimaleik, í úrslitarimmunni gegn Valsmönnum vorið 2022, en þá unnust allir leikir liðanna á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir