Krækjurnar í 2. sæti á blakmóti í Fjallabyggð

A-liðið sem endaði í 2. sæti. MYND: VALA HRÖNN.
A-liðið sem endaði í 2. sæti. MYND: VALA HRÖNN.

Um sl. helgi fór fram hið árlega blakmót í Fjallabyggð, Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar, en þarna koma saman blakarar alls staðar af landinu til að hafa gaman saman og spila þessa skemmtilegu íþrótt. Uppselt hefur verið á mótið undanfarin ár og var engin breyting á þetta árið þar sem um 300 manns mættu og spiluðu bæði á föstudagskvöldinu og allan laugardaginn á Siglufirði og á Ólafsfirði. Á laugardagskvöldinu var svo verðlaunaafhending í Bátahúsinu en
eftir hana var skundað á Rauðku í mat og drykk og þar var dansað fram á rauða nótt.

Krækjurnar létu sig ekki vanta á mótið og sendu frá sér tvö lið. A-liðið spilaði í 1. deildinni en B-liði í 4. deild en alls voru sex deildir. Hvert lið spilaði fimm
leiki og var hver leikur spilaður upp í 21 stig í tveimur hrinum. A-liðið stóð sig hrikalega vel og gerði sér lítið fyrir og endaði í 2. sæti og voru aðeins einni hrinu á
eftir þeim sem urðu í 1. sæti. Glæsilegur árangur hjá Krækjunum. 

B - liðið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir