Leikur í Síkinu á morgun hjá Mfl. kvenna á móti Stjörnunni

Emese Vida var stigahæst í leik á móti KR en hún setti 30 stig niður. MYND: DAVÍÐ MÁR.
Emese Vida var stigahæst í leik á móti KR en hún setti 30 stig niður. MYND: DAVÍÐ MÁR.

Á morgun mun ungmennaflokkur Stjörnunnar mæta í Síkið og spila við meistaraflokk kvenna kl. 18 og því um að gera að mæta og hvetja stelpurnar áfram til sigurs. Þetta verður í þriðja skiptið sem þessi lið etja kappi í vetur og hafa Stólastúlkur unnið báðar viðureignirnar, fyrri leikurinn fór 85-65 og sá seinni 100-59. Bæði liðin eru búin að spila fimmtán leiki og situr Stjarnan í 7. sæti en hefur aðeins unnið einn leik og tapað rest á meðan Stólastúlkur sitja í 5. sæti og hafa unnið tíu leiki og tapað fimm. Sl. laugardag bættist einn tapleikur við þegar að þær töpuðu með minnsta mögulega mun á móti KR 79-78 á Meistaravöllum. 

Stigaskor hjá Tindastól í þeim leik var þannig að Emese Vida skoraði 30 stig, Ifunanya Okoro var með 20 stig, Andriana Kasapi var með 18 stig, Brynja Líf með sjö stig og Inga Sigríður með þrjú stig.

ÁFRAM TINDASTÓLL!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir