Meistaraflokkur kvenna sótti tvö stig í Skógarselið um helgina

Emese Vida í leik í Síkinu. MYND: DAVÍÐ MÁR
Emese Vida í leik í Síkinu. MYND: DAVÍÐ MÁR

Sl. laugardagskvöld sótti meistaraflokkur kvenna í Tindastól tvö stig í Skógarsel í Reykjavík þegar þær mættu ÍR-ingum, lokastaðan í leiknum var 56-87.

Stigahæstu leikmenn Tindastóls voru Ify með 26 stig, Emese með 18 stig, Brynja Líf með 16 stig, Eva og Rannveig voru með sjö stig hvor, Klara með fimm stig og svo Adriana, Inga Sigríður, Inga Sigurðard. og Emma Katrín, allar með tvö stig.

Staðan í deildinni eftir þennan leik er sú að Tindastólsstúlkur sitja í þriðja sæti með 18 stig en KR er í öðru sæti og Aþena í því fyrsta en bæði lið eru með 20 stig eftir þrettán leiki.

Næsti leikur hjá meistaraflokki kvenna er laugardaginn, 10. febrúar, á móti u.m.fl. Keflavíkur í Blue höllinni kl. 16:30.

Áfram Tindastóll! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir