Stefnir í fjölmennt Landsbankamót

Frá Landsbankamóti. Mynd: Facebooksíða Tindastóls.
Frá Landsbankamóti. Mynd: Facebooksíða Tindastóls.

Landsbankamót Tindastóls fer fram á Sauðárkróki dagana 24. og 25. júní næstkomandi og stefnir allt í að mótið verði hið fjölmennasta hingað til. Á mótinu keppa stelpur í 6.flokki og fjölgar keppnisliðum ár frá ári. Nú eru rúmlega 100 lið skráð til leiks frá um 20 félögum. Liðin mæta á staðinn á föstudagskvöld en keppni hefst á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudag með úrslitaleikjum og afhendingu verðlauna. Á laugardagskvöld verður haldin kvöldvaka þar sem Salka Sól kemur og skemmtir áhorfendum.

Fólk er hvatt til að kíkja á mótið og er öll aðstoð vel þegin.  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir