Stólastúlkur unnu Aþenu í framlengdum leik

Mynd tekin af Facebook-síðu KKd. Tindastóls.
Mynd tekin af Facebook-síðu KKd. Tindastóls.
 
Það komu gleðitíðindi frá Austurberginu í Reykjavík í gær, föstudaginn 16. febrúar, þegar Stólastúlkur unnu Aþenu í framlengdum leik 86 - 87. Fyrir leikinn voru stelpurnar í 3. sæti en sitja nú í því 4. en eiga leik til góða. Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að leikurinn hafi byrjaði vel og var jafn og fór fyrsti leikhluti 24 - 25 fyrir Tindastól. Annar leikhluti var ekki jafn góður fyrir Stólastúlkur og vann Aþena hann 18 - 8 og staðan 42 - 33 fyrir Aþenu í hálfleik.
 
Stólsstúlkur komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik en Aþena hafði þó betur í þeim þriðja, staðan 27 - 21 og Aþena með 15 stiga forystu fyrir fjórða leikhluta. Okkar stúlkur neituðu að gefast upp og áttu frábæran fjórða leikhluta og unnu hann 9 - 24 og staðan jöfn 78 - 78 eftir venjulegan leiktíma og framlenging staðreynd. Stólsstúlkur lögðu allt í framlenginguna og unnu hana 8 - 9 og lokastaðan því 86 - 87 fyrir Tindastól. Frábær frammistaða!
 
Stigaskorið skiptist þannig að Ify setti 28 stig, Emese Vida var með 24 stig, Andriana Kasapi var með 17 stig, Inga Sigríður með átta stig, Inga Sigurðar með sjö stig og Rannveig með þrjú. Næsti leikur hjà stelpunum er laugardaginn 24. febrúar á móti KR á Meistaravöllum kl. 18:00.
 
 
Àfram Tindastóll!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir